Ath. að skjöl og skýrslur eru neðst á síðunni.

hágæða almenningssamgöngur og uppbygg íbKort úr þróunaráætlun 2020 - 2024 sem sýnir íbúðaruppbyggingu næstu 4 ár samhliða uppbyggingu Borgarlínu

Lykilatriðið í framfylgd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er gerð fjögurra ára þróunaráætlana. Með þróunaráætlun er lögð áhersla á að samræma áætlanir sveitarfélaganna um uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis, samgönguframkvæmdir, auk annarra aðgerða til að ná fram markmiðum svæðisskipulags um þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Þróunaráætlunin hefur einnig það gildi að miðla upplýsingum um uppbyggingaráform út í samfélagið. Skrifstofa SSH er vettvangur samstarfs um þróun höfuðborgarsvæðisins og þar hefur verið haldið utan um gerð þróunaráætlunar líkt og kveðið er á um í svæðisskipulagi.

Á 98. fundi svæðisskipulagsnefndar dags. 15. janúar 2021 afgreiddi nefndin tillögu að þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 ásamt fylgigögnum og vísaði til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til kynningar og afgreiðslu.

Á 104. fundi svæðisskipulagsnefndar 25.02.2022 var samþykkt að fela SSH að taka stöðutöku á þróunaráætlun með tilliti til fjölda íbúða í samþykktu skipulagi, fólksfjölgunar og uppbyggingu íbúða. Minnisblað og uppfærð skapalón voru afhent nefndinni 25.03.2022 og nefndin samþykkti að vísa gögnum til sveitarfélaga til kynningar. Nefndind bókaði eftirfarandi:

Í framlögðu minnisblaði, sem var unnið fyrir svæðisskipulagsnefnd, er tekin stöðutaka á gildandi þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020 - 24, þar sem meðal annars er tekið saman byggingarmagn sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt í skipulagi og eru með í vinnslu. Þar kemur fram að samþykktar íbúðir (lóðir) í skipulagi sveitarfélaganna eru fleiri en 14.000, sem er mikil aukning frá síðustu talningu árið 2020. Alls eru í skipulagi áætlaðar yfir 58 þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu innan núverandi vaxtamarka sem gæti þýtt heimili fyrir um 148.000 nýja íbúa. Einnig kemur fram að fólksfjölgun hefur verið vel yfir meðallagi og að hlutfall svæðisins af landinu hafi aukist undanfarin 20 ár úr 61% í 64% sem gefur til kynna að fólk sæki enn í miklu mæli að búa og starfa á höfuðborgarsvæðinu. Uppfært mat á uppbyggingu nýrra íbúða bendir til þess að byggðar verði um 2.300-3.200 íbúðir á ári næstu ár og yfir 10.400 íbúðir tímabilið 2020-24. Verði fólksfjölgunin sambærileg og verið hefur síðustu ár eru góðar líkur á að nýjum íbúðum fjölgi hlutfalls­lega hraðar en íbúum sem ætti það að draga úr spennu á húsnæðismarkaði. Verði hins vegar fólks­fjölgun enn meiri dregur hægar úr spennu en ella. Hækkandi húsnæðisverð og sögulega lítið framboð íbúða í sölu vekur upp spurningar hvers vegna ekki eru fleiri íbúðir í byggingu miðað við þann fjölda sem er í samþykktu deiliskipulagi sveitarfélaganna og er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni sameiginlega að lausn þeirra mála, með það fyrir augum að þróun byggðar sé sjálfbær til framtíðar. Svæðisskipulagsnefnd telur mikilvægt að sambærileg stöðutaka sé tekin að minnsta kosti árlega til að vakta stöðu mála. Vísað til aðildarsveitarfélaga til kynningar.

Stöðutaka á þróunaráætlun 2022 (minnisblað dags. 29.03.2022)

pdf button Stöðutaka 2022

Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020 - 2024

pdf button Þróunaráætlun 2020-24 lokaútgáfa 10.03.2021

Umsögn svæðisskipulagsstjóra (dags. 11.01.2021)

pdf button Þróunaráætlun höfuðborgarssvæðis 2020 - 2024 umsögn

 

Gögn þróunaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020-2024

Fyrirvari: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) veita aðgang að gögnum án ábyrgðar á áreiðanleika eða öðrum eiginleikum þeirra. Allar tölur eru birtar með fyrirvara um villur. SSH ábyrgist heldur ekki neinar afleiðingar sem kunna að hljótast af notkun gagnanna. Um er að ræða lifandi skjöl sem geta tekið breytingum eftir því sem nýjar upplýsingar berast. Heimilt er að afrita, endurnýta og birta gögnin að vild, enda sé getið heimildar, t.d. með orðunum „Byggt á gögnum frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)“. Ábendingar um það sem betur má fara sendist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Skapalón

Helstu nýmæli í þróunaráætlun 2020-2024 er svokallað „skapalón“ húsnæðisuppbyggingar sem VSÓ þróaði fyrir SSH. Um er að ræða töflureikni (excel) sem bætir stafræna umgjörð fyrir áætlaða húsnæðisuppbyggingu sveitarfélaganna fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Markmiðið er að gera sveitarfélögum betur kleift að áætla tímasetningar á nýju framboði húsnæðis út frá fyrirliggjandi skipulagi og öðrum upplýsingum, þ.e. áætla hvenær nýtt byggingarmagn skilar sér á markað, per ár. Forsendur sem koma fram í töflureikni eru byggðar á mati skýrsluhöfunda og skipulagsfulltrúa sveitarfélaga og ber að túlka sem viðmið miðuð við bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni.

Skapalón uppfærð mars 2022 (excel töflureiknir):

Skapalón Þróunaráætlun 2020-2024 Garðabær

Skapalón Þróunaráætlun 2020-2024 Hafnarfjörður

Skapalón Þróunaráætlun 2020-2024 Kópavogur

Skapalón Þróunaráætlun 2020-2024 Mosfellsbær

Skapalón Þróunaráætlun 2020-2024 Reykjavík

Skapalón Þróunaráætlun 2020-2024 Seltjarnarnes

 Kort með þróunaráætlun 2020 - 2024

pdf button Kort A ib mid

pdf button Kort B ib austursvæði

pdf button Kort C ib suðursvæði 10.03.2021

pdf button Kort C ib suðursvæði - eldri útgáfa

pdf button Kort D at miðsvæði

pdf button Kort E at austursvæði

pdf button Kort F at suðursvæði

pdf button Kort G ib áhrifasvæði hágæða alm.samg. 10.03.2021

pdf button Kort G ib áhrifasvæði hagæða. alm.samgangna - eldri útgáfa

pdf button Kort H at ahrifasvæði hagaða. alm.samgangna

pdf button Kort I uppbygging innviða

pdf button Kort J hagæða. alm.samgöngur

pdf button Kort K opin svæði og landbúnaðarsvæði

pdf button Zip kort shape skrár

 

Greiningarskjöl

Excelskjöl:

Atvinnuhúsnæði

Íbúðarhúsnæði 10.03.2021

Önnur greining 10.03.2021