Sóknaráætlun Höfuðborgarsvæðisins 2020–2024
Samþykkt sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins
Þann 6. mars 2020 samþykkti stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 2020–2024. Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat höfuðborgarsvæðisins, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum.
Verkefnið er hluti af sóknaráætlun landshluta, sjá nánari umfjöllun hér en tekur jafnframt mið af þeirri stefnu og framtíðarsýn sem kemur fram í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040, sjá nánari umfjöllun um svæðisskipulag hér:
Við gerð sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020–2024 var ákveðið að leggja höfuðáherslu á þrjá meginflokka með þrettán undirflokkum. Þau eru:
1. Atvinnu og nýsköpun
1.1. Stuðla að aukinni áherslu á iðn -, list- og verknám
1.2. Auka stuðning við nýsköpun og nýsköpunarfyrirtæki
1.3. Auka vægi stafrænnar stjórnsýslu og hagnýtingu stafrænnar tækni
1.4. Efla frekar svæðasamvinnu og samstarf á höfuðborgarsvæðinu
2. Umhverfis- og samgöngumál
2.1. Samhæfa og bæta meðferð úrgangs á höfuðborgarsvæðinu
2.2. Efla almenningssamgöngur og hraða orkuskiptum
2.3. Auka vægi græns skipulags höfuðborgarsvæðisins
2.4. Minnka kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins
2.5. Efla fræðslu um loftslagsmál
3. Velferð og samfélag
3.1. Auka hamingju íbúa
3.2. Stuðla að bættri menntun og tómstundum barna
3.3. Auka heilsueflingu og forvarnir
3.4. Bæta samstarf sveitarfélaganna við arkmiðasetningu og utanumhald
Hluti af framfylgd sóknaráætlunar er að vinna að ákveðnum áhersluverkefnum fyrir hvert ár yfir tímabílið. Áhersluverkefni eru samþykkt af stjórn SSH og stýrt af SSH í samstarfi við sérstaka ráðgjafa og/eða verkefnastjóra. Áhersluverkefni 2022