Hinn 7. apríl 2020 á 493. stjórnarfundi SSH voru samþykkt eftirfarandi áhersluverkefni fyrir árið 2020 og fjármagn til þeirra.
Framgangur verkefnanna var sem hér segir:
Frumdrög að loftslagsstefnu
Eitt af mælanlegum markmiðum sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020 – 2024 er að minnka kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins. Til að svo geti orðið þarf að mæla núverandi kolefnisfótspor svæðisins. Mælingin verður gerð eftir viðurkenndri, alþjóðlegri aðferð, GHL-leiðarvísi fyrir samfélög (Global Protocol for Community-Scale Greenhouse Gas Emission Inventories (GPC)) sem World Resources Institute gaf út árið 2014 í samvinnu við ICLEI og C40 Cities. Þessi leiðarvísir er notaður fyrir losunarbókhald borga og bæja um allan heim og er hægt að mæla reglulega. Afmörkun mælingar miðast við afmörkun höfuðborgarsvæðisins sbr. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Ráðgjafastofan Environice var ráðin til að sinna verkefninu.
Samstarfsverkefni með ferðaþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu
Verkefnið var tvíþætt:
- Stofna sjóð til að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði ferðaþjónustu og sjálfbærni. Sjóðurinn myndi styrkja verkefni upp að ákveðinni upphæð á hverju ári.
Verkefnið hlaut nafnið Sóley, sjá nánari umfjöllun um relgur og markmið sjóðsins hér, og var fyrst úthlutað úr sjóðnum á árinu 2021.
Samræming úrgangsflokkunar
Verkefnið var tvíþætt:
1. Halda ráðstefnu með lykil hagaðilum til að ræða fýsileika þess að samræma úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu.
2. Kortleggja stöðuna hjá sveitarfélögunum og leggja fram tillögur að samræmdu kerfi til rýni.
Nánari upplýsingar og afurðir verkefnis eru aðgengilegar hér: https://www.ssh.is/urgangsmal
Plúsinn: Forvarnir á tímum covid – 19
SamfésPlús er nýtt verkefni sem fór af stað á haustmánuðum árið 2020 í samstarfi við Samfés og Menntamálaráðuneytið. Tilgangur verkefnisins er að ná til ungs fólks á öllu landinu og tryggja samræmt faglegt og margþætt forvarnastarf til að draga úr neikvæðum langtíma afleiðingum Covid-19 á líf og heilsu ungs fólks til framtíðar. Fyrstu skref verkefnisins fór að mestu af stað rafrænt, þar sem byrjað var með hlaðvarp, netþátt, haldnir reglulegir fundir með starfsfólki á vettvangi, opnuð var rafræn félagsmiðstöð, haldnir viðburðir svo eitthvað sé nefnt.
Stafræn þjónusta
Verkefnið fól í sér að kortleggja stöðu og framtíðaráform við þróun stafrænnar stjórnsýslu hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þeirrar kortlagningar munu nýtast við mótun verkefnisins til ársins 2024.
Höfuðborgarsvæðið sem staðarvalkostur
Verkefnið felur í sér rekstur á vefsíðunni www.investinreykjavik.com.
Tilgangur verkefnis er að til staðar séu uppfærðar og hagnýtar upplýsingar um frumkvöðlaumhverfi, fyrirtæki, menntunarmöguleika, menningu, búsetu, tölfræði, lýðfræði og þjónustu sveitarfélaga, ásamt öðrum upplýsingum sem draga fram samkeppnishæfni og búsetukosti svæðisins, og til að laða stúdenta, fólk og fyrirtæki til höfuðborgarsvæðisins.
Samþykkt sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins