24.03.2023
SSH boðaði til rafræns kynningar- og umræðufundar fyrir kjörna fulltrúa, föstudaginn 24. mars 2023 kl. 8:00 -9:00, gegnum fjarfundabúnað.
Fjallað var um verkefnið samræmingu úrgangsflokkunar sem hefur verið unnið á vettvangi SSH og Sorpu bs. undir leiðsögn tæknihóps starfsmanna sveitarfélaganna frá árinu 2021. Farið var yfir stöðu verkefnisins, innleiðingu, kynningarefni, áætlaða tímalínu o.fl.
Í lok fundarins var farið stuttlega yfir næstu skref við innleiðingu loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins.
Upptaka af fundinum:
ELDRA
24.09.2021
SSH boðaði til rafræns kynningar- og umræðufundar fyrir kjörna fulltrúa aðildarsveitarfélaganna, föstudaginn 24. september 2021 kl. 8:00.
Dagskrá:
8:00-8:10 | Ferðalagið framundan - breytt úrgangsstjórnun sveitarfélaga. |
Eygerður Margrétardóttir, verkefnastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga |
|
8:10-8:20 | Úrgangsmál á krossgötum. Hvert liggur leiðin og hvað þarf til? |
Stefán Gíslason, umhverfisráðgjafi |
|
8:20-8:25 | Samræmd úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu. Staða mála og næstu skref. |
Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins og Sigrún Haraldsdóttir |
|
8:25-8:40 | Í átt að hringrásarhagkerfinu. |
Líf Magneudóttir, formaður stjórnar Sorpu bs. og Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs. |
|
8:40-9:10 | Fyrirspurnir og umræður |
Kynning - Ferðalagið framundan - breytt úrgangsstjórnun sveitarfélaga - Eygerður Margrétardóttir
Kynning - Úrgangsmál á krossgötum. Hvert liggur leiðin og hvað þarf til? - Stefán Gíslason
Kynning - Í átt að hringrásarhagkerfinu - Jón Viggó Gunnarsson og Líf Magneudóttir
21. janúar 2021
Samræming úrgangsflokkunar
Fjarfundur kl. 8:30-10:00
Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020 – 2024
Samræming úrgangsflokkunar
Á stjórnarfundi SSH, 18. janúar 2021, var ákveðið að halda sérstakan kynningarfund um fýsileikaskýrslu ráðgjafastofunnar Resource varðandi samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum verður einnig farið yfir minnisblað starfshóps um efni skýrslunnar.
Skýrslan er hluti af framfylgd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 og var skrifstofu SSH falið að halda utan um verkefnið. Í sóknaráætlun er lögð fram sú megináhersla að „samhæfa og bæta meðferð úrgangs“ og er kveðið á um að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilji „skoða sameiginlega úrgangsflokkun“ svo sú megináhersla nái fram að ganga. Jafnframt er kveðið á um að minnka urðun um 25% yfir tímabilið og að endurnýtingarhlutfall úrgangs frá heimilum verði 95% við lok árs 2024. Sveitarfélögin tilnefndu fulltrúa í sérstakan starfshóp til að stýra gerð skýrslunnar og leiðbeina skýrsluhöfundum við gerð hennar. Í kjölfar innkaupaferils var ráðgjafastofan Resource Int. ehf. valin til að vinna fýsileikaskýrslu um samræmingu úrgangsflokkunar fyrir starfshópinn. Vinna við skýrsluna hófst í byrjun október 2020 og lauk í byrjun janúar 2021.
Markmið fundarins var að kynna efni skýrslunnar sem sveitarfélögin tóku til nánari umfjöllunar og afgreiðslu innan sinna raða.
Upptaka af fundi:
Minnisblað starfshóps um skýrslu Resource
Skýrslan: Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu
Ráðstefna sem haldin var 26. júní 2020
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu boða til ráðstefnu föstudaginn 26. júní kl. 8:15-13:00, á Grand Hótel, Háteig 4.hæð. Á ráðstefnunni verður rætt um hvort samræma eigi úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu ásamt því hvernig hægt er að minnka úrgang.
Ráðstefnan fellur undir áhersluverkefni sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020 – 2024 sem unnið var að síðasta haust og samþykkt í byrjun mars 2020.
RÁÐSTEFNUSTJÓRI: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs
DAGSKRÁ
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra flytur ávarp
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SSH opnar ráðstefnuna
Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins ehf.
Erindi: Samræming = Stöðnun?
Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi græns samfélagas hjá Umhverfisstofnun.
Erindi: Hringrásarhagkerfið og úrgangsforvarnir
Stefán Þór Kristinsson, M.Sc efnaverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu.
Erindi: Samvinna að betri lausn - Bestun í samræmingu úrgangsflokkunar og söfnunar á höfuðborgarsvæðinu
Karl Eðvaldsson, framkvæmdastjóri og sérfræðingur í úrgangsmálum hjá ReSource International ehf.
Erindi: Auðlindastýring í Borgarumhverfi frá gröf til vöggu.
Guðmundur Haukur Sigurðarsson, framkvæmdastjóri Vistorku.
Erindi: Sérsöfnun á lífrænum úrgangi.
Gunnar Bragason, forstjóri Terru.
Erindi: Skiljum ekkert eftir.
Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu.
Erindi: Samræmd úrgangsflokkun - hagkvæmast fyrir okkur öll.
Eygerður Margrétardóttir/Guðjón Bragason, Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindi: Hringrásarhagkerfið: Hvað á og hvað má?
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar verður með samantekt