Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, skammstafað SSH, eru sameiginleg hagsmunasamtök þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda höfuðborgarsvæðið.
Núverandi aðilar að samtökunum, og eigendur þeirra eru:
- Reykjavíkurborg
- Kópavogsbær
- Hafnarfjarðarkaupstaður
- Garðabær
- Seltjarnarneskaupstaður
- Mosfellsbær
- Kjósarhreppur
Samtökin voru stofnuð 4. apríl árið 1976. Stofnaðilar voru Reykjavíkurborg, Kópavogskaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Seltjarnarnesskaupsstaður og Mosfellshreppur
Ársskýrsla stjórnar aðalfundar SSH 2022
Starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2023
Ársskýrsla stjórnar aðalfundar SSH 2021