Á vettvangi SSH starfar samstarfshópur um þróun samgöngukerfa fyrir hjólreiðar skv. samkomulagi milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar frá 17. apríl 2015.
Í hópnum sitja lykilstarfsmenn frá sveitarfélögunum í málefnum hjólreiða en verkstjórn er í höndum Vegagerðarinnar.
Hópurinn fundar reglulega til að ræða málefni hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu og vinna að sérhæfðum verkefnum sem varða málaflokkinn, sjá umfjöllun fyrir neðan.
Stofnleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu
Í janúar 2020 hófst vinna við skilgreininingu stofnhjólanets höfuðborgarsvæðisins. Vinnan er hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga sem var undirritaður í lok september 2019 sem felur í sér sameiginlega stefnu í uppbyggingu samgönguinnviða til fimmtán ára (2019 -2033), þ.á.m. innviða fyrir hjólreiðar.
Markmið verkefnis var að:
- ákveða hvaða innviðir (stígar og aðrar lausnir) verða byggðir á næstu 15 árum með fjármagni úr sáttmálanum.
- raða völdum framkvæmdum í forgang sem ræðst af mikilvægi leiðanna.
- áætla hönnunar- og framkvæmdakostnað fyrir hverja leið eða legg.
Niðurstöður verkefnisins eru fyrstu skrefin í átt að framkvæmdum á stofnleiðum og verða endurskoðaðar reglulega og eftir þörfum.
Afurðir (birtar með fyrirvara um breytingar)
Tillaga að stofnleiðaneti hjólreiða, tengistígum og uppbyggingu aðskildra stofnleiða til 2033
Tillaga að forgangsröðun uppbyggingar
Kynning á vinnu starfshóps (Vegagerðin)
Minnisblað EFLU dags. 21.01.2020
Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar
Leiðbeiningar um hönnun umhverfis hjólreiða voru gefnar út í lok árs 2019.
Hjólaleiðbeiningarnar eru liður í að tryggja samræmingu í útfærslu umhverfis fyrir reiðhjólafólk á höfuðborgarsvæðinu. Þær byggja á eldri leiðbeiningum Reykjavíkurborgar og vinnu Vegagerðarinnar.
Í nýjum leiðbeiningum er m.a. tekið á eftirfarandi þáttum:
- Útfærsla á hönnun hjólaleiða eftir aðstæðum
- Rýmisþörf hjólreiðamannsins
- Öryggissjónarmið, ferill og sýn
- Samspil ólíkra ferðamáta
- Uppbygging stíga og umhverfi þeirra
- Sérlausnir
- Gátlisti fyrir hönnun rieðhjólastíga
Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar -stærri upplausn
Hjólavegvísar á höfuðborgarsvæðinu
Árið 2016 gáfu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu út leiðbeiningarritið Lykilleiðir á höfuðborgarsvæðinu: Merkingar og vegvísun.
Markmiðið með útgáfu var að sýna á hvaða hátt skuli merkja ákveðið kerfi lykilleiða hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu og samræma útlit þess. Í leiðbeiningunum var stofnleiðum hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu skipt í fimm lykilleiðir; gul, rauð, græn, blá og fjólublá.
Styttri útgáfa af leiðbeiningarriti er aðgengileg hér:
Útfærsla og staðsetning hjólavegvísa