Á árinu 2012 var unnið að mótun nýrrar eigendastefnu fyrir byggðasamlögin SORPU og Strætó. Markmið þessarar vinnu er að setja fram skýra framtíðarsýn eigenda vegna reksturs byggðasamlaganna og skilgreina sameiginlegan eigendavettvang. Sömuleiðis verður hlutverk stjórna og framkvæmdastjórnar byggðasamlaganna afmarkað og skýrt.