Í stofnsamningi SORPU bs. kemur fram að tilgangur byggðasamlagsins er að annast meðhöndlun úrgangs sbr. lög nr. 55/2003 fyrir sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem öll eru stofnaðilar að því.

Verkefni byggðasamlagsins eru m.a. eftirfarandi:

  - Að útvega og starfrækja urðunarstað fyrir sorp.
  - Bygging og rekstur móttökustöðva.
  - Flutningur á sorpi frá móttökustöðvum.
  - Framleiðsla og sala á eldsneyti og orku úr sorpi eftir því sem hagkvæmt þykir.
  - Vinnsla og sala á efnum úr sorpi til endurnýtingar eftir því sem hagkvæmt þykir.
  - Samstarf og viðskipti við fyrirtæki er starfa á sviði endurvinnslu úrgangsefna eftir því sem hagkvæmt þykir.
  - Að fylgjast með tækniþróun á sviði sorpeyðingar og endurvinnslu.
  - Að sjá um eyðingu hættulegra úrgangsefna.
  - Að þróa nýjar aðferðir til þess að vinna verðmæti úr úrgangsefnum.
  - Að sinna kynningu á verkefnum SORPU bs. og gildi umhverfissjónarmiða við meðhöndlun sorps.
  - Gera svæðisáætlanir sbr. lagakröfur hverju sinni.
  - Önnur verkefni sem aðildarfélögin fela byggðasamlaginu sérstaklega.

 Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu SORPU bs. www.sorpa.is