Á árunum 2021-2022 var unnið að því að byggja upp samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á sviði ferðaþjónustu. Við þá vinnu hafa öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins nema eitt verið þátttakendur en Kjósarhreppur ákvað að vinna með Vesturlandi að uppbyggingu ferðaþjónustu. Verkefnið hófst formlega í febrúar árið 2021 þegar það var áhersluverkefni í sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins. Var verkefninu þá skipt upp í tvo þætti sem voru:

1. Greining og ákvörðunartaka:
Unnið með hagaðilum að því að móta og greina hvernig samstarfi skuli háttað um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu. Stofnaður var ráðgjafahópur frá hagaðilum til stuðnings við verkefnið.

2. Undirbúningur að stofnun áfangastaðastofu
Unnið með hagaðilum að stofnun áfangastaðastofu.

Í desember 2021 samþykkti stjórn SSH samkomulag um næstu skref verkefnisins. Þar kemur fram að: „Tilgangur þessa samnings er að setja af stað samstarfsvettvang sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu um ferðamál með það hlutverk að styðja við þróun áfangastaðarins í átt að sjálfbærri framtíðarsýn og aukinni samkeppnishæfni. Áherslan verði á þróun, kynningar- og markaðsstarf ásamt samlegð og samtali hagaðila í ferðaþjónustu og tengdra aðila.“

Markmið samningsins eru:
• Að efla vitund og þekkingu um áfangastaðinn og allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða, jafnt fyrir ferðamenn og íbúa.
• Að þróa, móta og efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sveitarfélaga, atvinnulífs og stjórnvalda.
• Að efla samkeppnishæfni og slagkraft áfangastaðarins í alþjóðlegri samkeppni.
• Að stuðla að sátt íbúa, atvinnulífs og sveitarfélaga um málefni ferðaþjónustunnar.
• Að styrkja stoðir og uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir COVID19

Verkefni samráðsvettvangs árið 2022 eru:
• Að vinna áfangastaðaáætlun, stefnumótun og framtíðarsýn fyrir áfangastaðinn og aðgerðaráætlun (til 3-5 ára).
• Að greina tölfræði og vinna markmið og mælikvarða fyrir áfangastaðinn.
• Að móta og byggja upp samstarfið.
• Að byggja upp samstarf við þátttakendur/fyrirtæki.
• Að undirbúa stofnun áfangastaða – og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið.

Í janúar 2022 var síðan ráðinn verkefnastjóri verkefnisins og skrifað undir samning sveitarfélaga og atvinnulífs og samning við ráðuneyti.
Í fyrrnefnda samningnum er auk þess fjallað um hlutverk og skyldur ráðgjafahóps annars vegar og stefnuráðs hins vegar.

Hlutverk ráðgjafahóps:
„Ráðgjafahópur skal hittast mánaðarlega ásamt verkefnastjóra hjá SSH. Hlutverk ráðgjafahópsins er að fylgja eftir daglegum verkefnum og markmiðum samstarfsverkefnisins á fyrsta ári. Hann skal vera bakland verkefnastjóra í málefnum sem þarfnast umræðu eða aðstoðar í tengslum við sveitarfélögin eða atvinnulífið. Ráðgjafahópurinn getur sett um tímabundna faghópa um tiltekin málefni eða verkefni og kallað eftir tilnefningum frá sveitarfélögum og samtökum.“

Í ráðgjafahóp sitja:
• Andri Ómarsson, verkefnastjóri – þróunar og þjónustusvið, Hafnarfjörður
• Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, Kópavogur
• Hugrún Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri – þróunar og samskiptadeild, Mosfellsbær
• Hulda Hauksdóttir, upplýsingarstjóri, Garðabær
• María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri, Seltjarnarnes
• Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslanagreiningar, Samtök verslunar og þjónustu
• Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, Samtök ferðaþjónustunnar
• Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, Reykjavík
• Þórir Garðarsson, Grayline/formaður FMH, Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðis.

Hlutverk stefnuráðs:
„Hlutverk stefnuráðsins er að móta og vera ráðgefandi um tillögur um áfangastaðaáætlun, stefnu og framtíðarsýn um höfuðborgarsvæðið sem áfangastað til næstu 3 – 5 ára sem öll sveitarfélögin vinna þá eftir. Tillögur stefnuráðsins verða lagðar fyrir stjórn SSH til samþykktar, og í framhaldi lagðar fyrir sveitarfélögin til endanlegrar afgreiðslu. Ávallt er hægt að kalla eftir kynningu á stöðu verkefnisins hvort sem er fyrir sveitarfélög eða samtök.“

Í stefnuráði sitja:

 Einar Þór Einarsson  Garðabær
 Guðfinnur Sigurvinsson  Garðabær
 Kristinn Andersen Hafnarfjörður
 Sigrún Sverrisdóttir Hafnarfjörður
 Bergljót Kristinsdóttir Kópavogur
 Elísabet Sveinsdóttir Kópavogur
 Ásgeir Sveinsson Mosfellsbær
 Lovísa Jónsdóttir Mosfellsbær
 Birna Hafstein Reykjavík
 Gísli Sigurjón Brynjólfsson Reykjavík
 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík
 Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir  Seltjarnarnes
 Guðmundur Ari Sigurjónsson Seltjarnarnes
 Friðrik Josh Friðriksson Ferðamálasamt. hbsv.
 Steinunn Guðbjörnsdóttir Ferðamálasamt. hbsv.
 Þórir Garðarsson Ferðamálasamt. hbsv.
 Ágúst Elvar Bjarnason SAF
 Jakob Einar Jakobsson SAF
 Thelma Thorarensen SAF
 Andrés Magnússon  SVÞ


Verkefnastjóri var:

Björn H. Reynisson M.S.


Hvað er áfangastaðastofa?

Af hverju áfangastaðastofa?

Áfangastaðaáætlun
og af hverju eiga fyrirtæki að vera aðilar að áfangastaðastofu.