Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.
Eins og staðan er í dag er komnar áfangastaðastofur í öllum landshlutum á Íslandi nema á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt skilgreiningu stjórnvalda eru hlutverk áfangastaðastofu eftirfarandi:
a. Gerð og framkvæmd áfangastaðaáætlana ásamt tengingu við aðrar opinberar stefnur og áætlanir.
b. Aðkoma að gerð stefnumótunar og áætlana á landsvísu sem snertir ferðaþjónustu.
c. Aðkoma að þarfagreiningu rannsókna og mælinga á landsvísu til að tryggja samanburðarhæfni milli svæða auk þess að koma með tillögur og innsýn inn í rannsóknarþörf hvers landshluta.
d. Stuðla að vöruþróun og nýsköpun auk þess að vinna að þróunarverkefnum.
e. Leggja mat á fræðsluþörf, hafa aðkomu að þróunarverkefnum er varða hæfni og gæði í ferðaþjónustu, veita ráðgjöf varðandi fræðslu og miðla upplýsingum um hvað er í boði.
f. Sinna svæðisbundinni markaðssetningu í samstarfi við sveitarfélög og ferðaþjónustuaðila sem dregur fram sérstöðu landshlutanna og styður við markaðssetningu Íslands í heild.
g. Vera grunneining í stoðkerfi ferðamála í landshlutunum. Áfangastaðastofur liðsinna
sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum innan svæðis vegna ferðaþjónustu samkvæmt samstarfssamningum.
Hægt er að skipta þessu niður í fjóra eftirfarandi þætti:
Áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið
Áfangastaðaáætlun
og af hverju eiga fyrirtæki að vera aðilar að áfangastaðastofu.