SSH stóð ásamt Innviðaráðuneyti, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Strætó að gerð ferðavenjukönnunar en könnun var framkvæmd í október og nóvember 2022. Í könnuninni eru ferðavenjur fólks mældar fyrir alla samgöngumáta og niðurstöður teknar saman fyrir landið allt, einstaka landshluta, sveitarfélög og hverfi þar sem það á við. Fjöldi þátttakenda í könnuninni á höfuðborgarsvæðinu voru 5559. SSH hefur staðið að gerð slíkra kannanna frá árinu 2002 með hléum.…
Meira