Metnaðarfullur greinandi - sumarstarf 2022
SSH leita að metnaðarfullum og kraftmiklum hagfræðiþenkjandi greinanda með þekkingu á miðlun og framsetningu gagna í sumarstarf.
Starfið er tímabundið í 3-4 mánuði.
Helstu verkefni:
• Gagnagreining og vinnsla meðal annars tölfræðilegra gagna
• Greining og framsetning gagna og aðstoð við túlkun
• Miðlun gagna á vef, samfélagsmiðlum og á annan stafrænan hátt
• Skýrslugerð ásamt greinaskrifum
• Önnur verkefni sem styrkja ímynd og slagkraft SSH
Menntun og hæfniskröfur:
• Meistaranám á háskólastigi (meistaranemi) í hag-, viðskipta- eða verkfræði
• Þekking á vinnslu gagna og greiningum
• Gagnrýnin hugsun og greiningarhæfni
• Gott vald á miðlun gagna og rafrænum miðlum
• Góð íslensku- og enskukunnátta jafnt í ræðu sem riti
• Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
• Frumkvæði, lausnamiðun og sjálfstæði í starfi
SSH er samstarfsvettvangur þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda höfuðborgarsvæðið og vinnur
vettvangurinn markvisst að sameiginlegum hagsmunum sveitarfélaganna. Samtökin voru stofnuð
1976 og í dag eru þar fimm starfandi auk utanaðkomandi sérfræðinga og verkefnastjóra.
Skrifstofur SSH eru í Hamraborg 9, Kópavogi.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Páll Björgvin Guðmundsson, sími: 580-1781 eða netfang pallbg@ssh.is.
Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2022. Umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi berist í gegnum www.alfred.is