Vertu með frá upphafi
Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins
Ferðamálaþing verður haldið miðvikudaginn 27. apríl 2022 á Hilton Nordica. Húsið opnar kl. 8.00 með morgunhressingu en dagskrá byrjar kl. 8.30 og er til kl. 10:30.
Skráning á ferðamálaþingið er neðst á síðunni.
Undanfarið eitt og hálft ár hefur samstarfsvettvangur sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu unnið að undirbúningi að uppbyggingu og þróun áfangastaðarins höfuðborgarsvæðið. Í því felst meðal annars gerð áfangastaðaáætlunar og stofnun Áfangastaðastofu. Af því tilefni verður ferðamálaþing haldið um verkefni og framtíðarsýn Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins.
Aðalfyrirlesari þingsins verður Leena Lassila, framkvæmdastjóri alþjóðasölu hjá Helsinki Partner sem rekur Helsinki Marketing sem er áfangastaðastofa svæðisins.
Spyrjum spurninga og leitum svara.
Spurninga eins og:
Af hverju erum við að stofna áfangastaðastofu?
Hvað er áfangastaðastofa?
Hver er framtíðarsýn áfangastaðarins?
Hvernig koma ferðaþjónustuaðilar til með að taka þátt og hver eru næstu skref?
Hver er sérstaðan og hvernig viljum við nýta hana?
Dagskrá:
Gunnar Einarsson
formaður stjórnar SSH
Páll Björgvin Guðmundsson
framkvæmdastjóri SSH
Fundarstjóri
Leena Lassila
framkvæmdastjóri alþjóðasölu hjá Helsinki Partner
The bigger picture in destination marketing brings added value for stakeholders
Skarphéðinn Berg Steinarsson
ferðamálasjóri
Áfangastaðaáætlanir - allir með
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
formaður borgarráðs Reykjavíkur
Samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins - sóknarhugur eða töpuð tækifæri?
Rannveig Grétarsdóttir
framkvæmdastjóri Eldingar
Hvers vegna er Áfangastaðastofa mikilvæg fyrir okkur öll?
Arnheiður Jóhannsdóttir
framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
Samstarf um Áfangastaðastofu
Björn H. Reynisson
verkefnastjóri - Áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið
Hvað næst?
Við hvetjum alla hagaðila til þátttöku á ferðamálaþinginu.
Vinnum þetta saman!
Skráning hér: