SSH leita að metnaðarfullum og kraftmiklum hagfræðiþenkjandi greinanda með þekkingu á miðlun og framsetningu gagna í sumarstarf.
Starfið er tímabundið í 3-4 mánuði.

Helstu verkefni:
• Gagnagreining og vinnsla meðal annars tölfræðilegra gagna
• Greining og framsetning gagna og aðstoð við túlkun
• Miðlun gagna á vef, samfélagsmiðlum og á annan stafrænan hátt
• Skýrslugerð ásamt greinaskrifum
• Önnur verkefni sem styrkja ímynd og slagkraft SSH

Menntun og hæfniskröfur:
• Meistaranám á háskólastigi (meistaranemi) í hag-, viðskipta- eða verkfræði
• Þekking á vinnslu gagna og greiningum
• Gagnrýnin hugsun og greiningarhæfni
• Gott vald á miðlun gagna og rafrænum miðlum
• Góð íslensku- og enskukunnátta jafnt í ræðu sem riti
• Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
• Frumkvæði, lausnamiðun og sjálfstæði í starfi

SSH er samstarfsvettvangur þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda höfuðborgarsvæðið og vinnur
vettvangurinn markvisst að sameiginlegum hagsmunum sveitarfélaganna. Samtökin voru stofnuð
1976 og í dag eru þar fimm starfandi auk utanaðkomandi sérfræðinga og verkefnastjóra.
Skrifstofur SSH eru í Hamraborg 9, Kópavogi.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Páll Björgvin Guðmundsson, sími: 580-1781 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2022. Umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi berist í gegnum www.alfred.is