Höfuðborgarsvæði 2040
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti þann 1. júní 2015 tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins – Höfuðborgarsvæðið 2040.
Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar ásamt umsögn Skipulagsstofnunar frá 12. desember 2014 til og með 2. febrúar 2015. Alls bárust 43 athugsemdir á kynningartímabilinu. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á auglýstri tillögu í kjölfar umfjöllunar um innkomnar athugsemdir eru:
Vaxtamörk færð út við Vatnsendahlíð og sýnd utan um Grundarhverfi.
Stofnvegakerfið var skilgreint.
Græni trefillinn sýndur í Esjuhlíðum.
Skerpt á skilgreiningu og lýsingu miðkjarna.
Gerðar breytingar á merkingum strandar á þemakorti.
Skerpt á málsmeðferð einstakra skipulagsþátta.
Sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu hafa staðfest samþykkt svæðisskipulagsnefndar. Svæðisskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Að staðfestingu lokinni tekur Höfuðborgarsvæðið 2040 gildi. Við það falla úr gildi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 og svæðisskipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu frá 1998.
Þær breytingar sem gerðar voru á auglýstri tillögu Breytingar á svæðissipulagstillögu eftir auglýsingu
Viðbrögð svæðisskipulagsnefndar við umsögn Skipulagsstofnunar Svör við umsögn skipulagsstofnunar
Umsögn svæðisskipulagsnefndar við innkomnar athugasemdir Umsagnir um innkomnar athugasemdir
Innkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu Innkomnar athugasemdir