Föstudaginn 27. maí 2016 var haldið sérstakt málþing um framtíð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í Listasafni Reykjavíkur.

Málþingið var afar vel sótt og fyrirlestrar áhugaverðir og fræðandi. 

Farið var yfir hlutverk og mikilvægi eflingar almenningssamganga til að ná fram meginmarkmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins um þróun og þéttingu byggðar til ársins 2040. Gerð var grein fyrir áformum um nýjan samgönguás, Borgarlínan sem verður hryggjarstykkið í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem gert er ráð fyrir afkastameiri vögnum sem aka munu að hluta til í eigin rými. Ennfremur var fjallað um áform um lagningu hraðlestar á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins og mögulegum snertiflötum á milli þess verkefnis og innleiðingu Borgarlínunnar. Þá var fjallað um framvindu samnings SSH og Vegagerðarinnar um 10 ára tilraunaverkefnis um eflingu almenningssamgagna á höfuðborgarsvæðinu og stöðu þess verkefnis þegar 4 ár eru liðin frá upphafi þess.

Í lokin fór Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og formaður stjórnar SSH, ítarlega yfir þær áskoranir og verkefni sem eru framundan við að móta næstu skref við að hrinda áformum um Borgarlínuna í framkvæmd, m.a. með því að móta sérstakt þróunarfélag til að takast á við mótun tæknilegra lausna og fjármögnun þessa risaverkefnis sem áætlað er að taki 2-4 ár í undirbúningi og 20-25 ár þar til Borgarlínan verður fullmótuð. Ef áætlanir ganga eftir, má reikna með að 5-7 ár líði þar til akstur hefst með nýjum vögnum og nýju leiðakerfi.

Ölöf Örvarsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Runólfur Ágústsson, Þorsteinn R. Hermannsson og Hrafnkell Á. Proppé
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Runólfur Ágústsson, Fluglestin þróunarfélag, Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri umhv.-og skipulagssv.Rvk, Hrafnell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH
Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH
Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri umhverfist- og skipulagssviðss Reykjavíkurborgar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og formaður stjórnar SSH
Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins

 

Fundarstjóri var Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar frá fundinum.

 

HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 2040
Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH
pdf button Höfuðborgarsvæðið 2040

 

BORGARLÍNAN
Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar
pdf button Borgarlínan

 

FLUGLESTIN
Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri, Fluglestin þróunarfélag
pdf button Fluglestin

 

SAMNINGUR VEGAGERÐARINAR OG SSH
Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins
pdf button Efling almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu
Frétt um nýtt framvindumat

 

VERKEFNI OG ÁSKORANIR FRAMUNDAN
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og formaður stjórnar SSH
pdf button Verkefni og áskoranir framundan