Föstudaginn 12. maí skrifuðu Páll Guðjónsson f.h. SSH og Þórður Hilmarsson f.h. fjárfestingasviðs Íslandsstofu undir samning sem miðar að því að kynna höfðborgarsvæðið sem vænlega staðsetningu fyrir erlend líftæknifyrirtæki.
Í því skyni munu aðilar heimsækja fyrirtæki erlendis og kynna svæðið sem staðsetningarkost. Einnig verður svæðið kynnt á völdum atvinnugreinaráðstefnum. Þá verður skoðað að auglýsa marvisst í völdum blöðum og timaritum, ásamt greinaskrifum.
Verkefnið er unnið undir hatti sóknaráætlunar fyrir höfðuðborgarsvæðið.