Rætt var við Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóra í hádegisfréttum RÚV um talningu á húsnæði í skipulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem VSÓ tók saman fyrir SSH.
Talningin leiddi í ljós að sveitarfélögin hafa samþykkt skipulag fyrir 14.001 íbúð sem ekki hefur verið hafin bygging á en auk þess eru sveitarfélögin með um 10.500 íbúðir í skipulagsferli.