Hafnfirðingar grænka bílastæði fyrir framan verslunarmiðstöðina Fjörð og með því beina sjónum að því að græn borgarrými eru fegurri en grá bílastæði. Settir verða upp bekkir og fallegt haustlyng í potta auk þess sem hjólagrind verður sett upp á græna stæðið.
Fánar settir upp á vistgötur til að minna á 15 kílómetra hraðann.
Föstudagur 16. september
9:00 - 16:00 Hjólafærni og Landssamtök Hjólreiðamanna efna til ráðstefnunnar Hjólum til framtíðar - Hjólið og náttúran í Hlégarði í Mosfellsbæ í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðila. Ráðstefnan í ár er tileinkuð hjólreiðum og náttúrunni í tilefni þess að hún er haldin á Degi íslenskrar náttúru, sem er um leið upphafsdagur Evrópskrar samgönguviku. Dagskrá ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar.
Hafnarfjörður
Sett verða upp fræðsluskilti á fimm friðlýstum svæðum í Hafnarfirði í tengslum við Dag íslenskrar náttúru í því skyni að hvetja til þess að fólk taki sér göngutúra á svæðunum um leið og það getur lesið sér til um þau. Skiltin eru líka á ensku.
Laugardagur 17. september
Reykjavík
10:30 Fyrsta laugardagshjólaferð vetrarins á vegum Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna. Lagt af stað frá Hlemmi. Léttar hjólaleiðir valdar og hentar vel hinum "venjulega" hjólandi vegfarenda. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald.
Kópavogur
11:00 - 12:30 Síðsumarsganga umhverfis- og samgöngunefndar og Sögufélags Kópavogs. Í tilefni evrópsks menningarminjadags og evrópskrar samgönguviku er farin síðsumarsganga frá Kópavogsbænum undir leiðsögn staðkunnugra. Fjölbreytt fræðsla og grill að göngu lokinni. Sjá dagskrá.
Mosfellsbær
Opnun nýrrar hjólahreystibrautar á miðbæjartorgi Í samvinnu við LexGames mun Mosfellsbær setja upp nýja hjólahreystibraut, Pump track braut, á miðbæjartorginu. Brautin hentar jafnt BMX hjólum, reiðhjólum, hlaupahjólum, hjólabrettum og línuskautum. Að samgönguvikunni lokinni verður brautin flutt á sinn varanalega stað við litla gervigrasvöllinn við íþróttamiðstöðina við Varmá. Sjá dagskrá.
Sunnudagur 18. september
Mosfellsbær
Hjólaleiðastígar í Mosfellsbæ Hjólareiðakort með hjólaleiðum í Mosfellsbæ gert aðgengilegt á íþróttamiðstöðvum og á heimasíðu bæjarins. Íbúar í Mosfellsbæ hvattir til að nýta sér fjölbreytt úrval hjólastíga í Mosfellsbæ til útivistar.Vakin athygli á korterskortinu sem sýnir 15 mínútna gönguradíus út frá miðbæ Mosfellsbæjar, til að hvetja fólk til að ganga eða hjóla innanbæjar. Sjá dagskrá.
Mánudagur 19. september
Mosfellsbær
Leiðarvísar hjólreiðastíga Nýir leiðarvísar, vegvísar og leiðarmerkingar fyrir hjólreiðastíga í Mosfellsbæ teknar í notkun frá samgöngustíg við Úlfarsfell að Þingvallaafleggjara. Sjá dagskrá.
Reykjavík
10:00 Slökkvistöðin í Skógarhlíð Forgangsstýring umferðarljósa formlega gangsett. Borgarstjóri og slökkviliðsstjóri prufukeyra forgangsbúnað fyrir slökkviliðið.
14:00 Bústaðavegur Formleg opnun hjólastígs á Bústaðavegi. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs opnar stíginn.
Þriðjudagur 20. september
Garðabær
12:00 Nýr samgöngustígur yfir Arnarnesháls formlega opnaður við enda Hegraness við Arnarneslæk. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar afhjúpar við það tilefni skilti sem merkja stíginn sem rauða lykilleið á höfuðborgarsvæðinu. Stígurinn yfir Arnarnesháls, sem var samstarfsverkefni Garðabæjar og Vegagerðarinnar, er hluti af rauðu lykilleiðinni sem nær allt frá Hafnarfirði upp í Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar.
Mosfellsbær
17:00 - 19: BMX-dagur á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar Hjólaþrautir og BMX sýning á miðbæjartorginu við Þverholt. BMX kappar sýna listir sínar á nýju pump track brautinni. Sjá dagskrá.
Reykjavík
15.00 - 16.30 Ráðhús Reykjavíkur Opinn kynningarfundur um mikilvæg reiðhjólamál. Kynning á Hjólaborginni, hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, kynning á hjólum.is - samfélagsverkefni um eflda reiðhjólamenningu og afhending fyrstu viðurkenninganna í Hjólavænni vottun fyrirtækja. Nánari upplýsingar
Miðvikudagur 21. september
Mosfellsbær
15:00 - 17:00 Reiðhjólaviðgerðir á miðbæjartorgi Dr. Bæk aðstoðar við hjólastillingar og minniháttar lagfæringar hjóla á miðbæjartorginu. Sjá dagskrá.
Reykjavík
16:00 Ráðhús Reykjavíkur Samgönguviðurkenning Reykjavíkur afhent.
Fimmtudagur 22. september
- Frítt í Strætó á öllu höfuðborgarsvæðinu á „frídegi bílsins" -