Breyting á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040: Breyting á vaxtamörkum við Rjúpnahlíð.

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins auglýsir skv. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsingu vegna breytingar á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðið 2040.

Breytingin varðar vaxtamörkum svæðisskipulags við Rjúpnahlíð í Garðabæ þar sem ætlun er að skipuleggja nýtt athafnasvæði fyrir plássfreka starfsemi. Breytingin er hluti af innleiðingu Garðabæjar á stefnumörkun gildandi svæðisskipulags. Unnið er að uppbyggingu þéttrar blandaðrar byggðar í grennd við miðbæ bæjarins við biðstöðvar Borgarlínu við Hafnarfjarðarveg. Ætlun er er að mæta þessari þróun með nýjum lóðum fyrir atvinnufyrirtæki.

Bent er á að samhliða kynningu á lýsingu fyrir svæðisskipulagsbreytingu stendur yfir kynning á lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Garðabæjar fyrir sama svæði. Allar innsendar ábendingar, hvort sem er vegna svæðisskipulagsbreytingar eða aðalskipulagsbreytingar Garðabæjar, verða rýndar við áframhaldandi skipulagsgerð í samstarfi svæðisskipulagsnefndar og skipulagsstjóra Garðabæjar.

Lýsing er aðgengileg https://ssh.is/svaedisskipulag. Þau sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur að senda ábendingar vegna lýsingar skriflega á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Frestur til að skila ábendingum rennur út lok mánudagsins 12. desember 2022.

Svæðisskipulagstjóri f.h. svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.