Á aðalfundi SSH sem haldinn var í Félagsgarði, Kjós, föstudaginn 20. nóvember 2015 var  einkanlega fjallað um fjármál sveitarfélaganna og fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

Sérstakur gestur fundarins var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem flutti ávarp, og að auki fóru Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, yfir fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna og mögulegar leiðir til úrbóta, m.a. og einkanlega hvað má bæta í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Sigurður Guðmundsson, fundarstjóri og Jóhanna Hreinsdóttir, fundarritari

Að ávarpi og framsögum loknum fóru fram fjörugar og hreinskiptar panelumræður um málið.

Fundurinn samþykkti eftirfarandi áskorun vegna fjárhagslegra samskipta ríkis og sveitarfélaga:

“Áskorun til ríkisstjórnarinnar:

Sveitarfélög gegna margvíslegu og mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Þau sjá um nærþjónustu við íbúa sína, stuðla að valddreifingu, auka hagkvæmni og styrkja lýðræðið. Mikilvægt er að leggja áherslu á efnahagslegan styrk þeirra og fjárhagslegt sjálfstæði til að þau standi undir þessu hlutverki.  Það verður gert með bættum samskiptum við ríkið og sanngirni og jafnræði í skiptingu tekjustofna á milli ríkis og sveitarfélaga.

Því skorar aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga í samræmi við það sem hér að framan greinir til að tryggja að þeir séu í samræmi við þau mikilvægu verkefni sem sveitarfélögum eru falin í opinberri þjónustu við almenning í landinu.”

pdf button Áskorun frá aðalfundi SSH ásamt greinargerð

pdf button Kynningarglærur með erindi Birgis Björns Sigurjónssonar fjármálastjóra Reykjavíkurborgar

pdf button Kynningarglærur með erindi Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra Mosfellsbæ