Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu 25 árin, enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru. Hryggjarstykkið í stefnunni er, nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengir kjarna sveitarfélaganna og flytur farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið.

pdf button HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 2040

Með fjölgun íbúa blasa við flóknar áskoranir, fyrirséðar og ófyrirséðar, sem íbúar svæðisins standa frammi fyrir og er stefnan Höfuðborgarsvæðið 2040 mótuð til að leiðbeina við úrlausn þeirra. Lykilatriði í stefnunni er að sá vöxtur verði hagkvæmur og ekki verði gengið á umhverfisgæði þeirra sem þar búa fyrir. Það er því nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli.

 SSK skyringarmynd7


Borgarlínan
verður nýtt léttlestar- eða hraðvagnakerfi sem flytur farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin. Borgarlínan verður því raunhæfur valkostur í samgöngum og mun gegna lykilhlutverki við að breyta ferðavenjum.

Markmið heildarendurskoðunar vatnsverndarsvæða fyrir höfuðborgarsvæðið er að tryggja hámarkshollustu neysluvatns á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar með því að koma í veg fyrir óæskileg áhrif af völdum athafna á vatnsverndarsvæðum. Með því verður tryggt eins og frekast er unnt að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi alltaf þau lífsgæði að geta gengið að hreinu neysluvatni vísu.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ólík og mikilvægt er að þau fóstri sín sérkenni til að allir geti fundið byggð við sitt hæfi. Stefnan sem sett er fram með leiðarljósum, markmiðum og aðgerðum, er almennur leiðarvísir við mótun og þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu sem þarf að útfæra í aðalskipulögum sveitarfélaga.

Myndir frá undirritun Svæðisskipulags og Vatnsverndar, 29. júní 2015

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, Guðný Ívarsdóttir, sveitastjóri Kjósarhrepps, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og Gunnar Einarsson, bæjarstóri í Garðabæ
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
Ásdísi Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar
Hjálmar Sveinssson